Íslenski boltinn

Stefán Logi í markinu - byrjunarliðið klárt á móti Kýpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Logi Magnússon.
Stefán Logi Magnússon.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kýpur í undankeppni EM á morgun, laugardaginn 26. mars. Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stefán Logi Magnússon kemur inn í markið fyrir Gunnleif Gunnleifsson sem er meiddur en þetta verður fyrsti alvöru landsleikur Stefáns Loga fyrir Íslands hönd en hann á að baki fjóra vináttulandsleiki.

Fimm leikmenn sem eru gjaldgengir í 21 árs landsliðið eru í byrjunarliðinu en það eru þeir Aron Einar Gunnarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson.

Hermann Hreiðarsson ber fyrirliðabandið og Ólafur stillir upp sömu vörn og fékk á sig þrjú mörk á fyrstu 27 mínútunum í vináttulandsleik á móti Ísrael í nóvember síðastliðnum.





Byrjunarliðið er þannig skipað:Markvörður: Stefán Logi Magnússon

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson

Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson, fyrirliði

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson

Sóknartengiliður: Gylfi Þór Sigurðsson

Hægri kantur: Rúrik Gíslason

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji: Heiðar Helguson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×