SFO rannsakar Icesave en málið ekki á borði sérstaks Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. mars 2011 13:20 Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans. SFO hefur nú hafið sjálfstæða rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir. SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings banka og fyrir nokkrum vikum tók sú rannsókn nýja stefnu þegar nokkrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í Lundúnum ásamt bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá því að nú hafi stofnunin hafið rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Blaðið segir að stofnunin vilji greina peningafærslur tengdar Icesave-reikningunum sem áttu sér stað rétt áður en Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók bankann yfir. Stofnunin vinni rannsóknina í samstarfi við rannsóknaraðila á Íslandi og í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er haft meinta markaðsmisnotkun Landsbankans til rannsóknar og beinist rannsóknin m.a að lánveitingum sem notaðar voru til þess að fjárfesta í bréfum í bankanum sjálfum og hækka þannig verð þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fréttastofu í morgun að málið snerti rannsókn sem væri á vegum Serious Fraud Office og því gæti embætti hans ekki tjáð sig um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa millifærslur af Icesave-reikningunum ekki verið sjálfstætt rannsóknarefni hjá embætti sérstaks saksóknara. Mikið og náið samstarf er á milli sérstaks saksóknara og SFO en bresku stofnuninni er ekki skylt að tilkynna sérstökum saksóknara um rannsóknir á málefnum íslensku bankanna og því gæti stofnunin hæglega hafið rannsóknir án vitneskju rannsakenda hér heima á Íslandi. Icesave Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir. SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings banka og fyrir nokkrum vikum tók sú rannsókn nýja stefnu þegar nokkrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í Lundúnum ásamt bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá því að nú hafi stofnunin hafið rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Blaðið segir að stofnunin vilji greina peningafærslur tengdar Icesave-reikningunum sem áttu sér stað rétt áður en Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók bankann yfir. Stofnunin vinni rannsóknina í samstarfi við rannsóknaraðila á Íslandi og í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er haft meinta markaðsmisnotkun Landsbankans til rannsóknar og beinist rannsóknin m.a að lánveitingum sem notaðar voru til þess að fjárfesta í bréfum í bankanum sjálfum og hækka þannig verð þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fréttastofu í morgun að málið snerti rannsókn sem væri á vegum Serious Fraud Office og því gæti embætti hans ekki tjáð sig um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa millifærslur af Icesave-reikningunum ekki verið sjálfstætt rannsóknarefni hjá embætti sérstaks saksóknara. Mikið og náið samstarf er á milli sérstaks saksóknara og SFO en bresku stofnuninni er ekki skylt að tilkynna sérstökum saksóknara um rannsóknir á málefnum íslensku bankanna og því gæti stofnunin hæglega hafið rannsóknir án vitneskju rannsakenda hér heima á Íslandi.
Icesave Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira