Áform um risahöfn við Langanes 10. mars 2011 18:41 Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Það er undir Gunnólfsvíkurfjalli við innanverðan Bakkaflóa sem sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa skipulagt stórskipahöfnina. Þetta er nánar tiltekið í krikanum undir Langanesi, í Gunnólfsvík og Finnafirði, en þar er bæði mjög aðdjúpt og mikið undirlendi. Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að þessi risahöfn yrði sú langstærsta á Íslandi. Þarna er búið að teikna viðlegukanta upp á 2.500 metra og allt upp í 10 kílómetra. Spurður hvort þetta séu raunhæfar hugmyndir kveðst Gunnólfur telja að svo sé. Íshafssiglingar nálgist og þá þurfi góða höfn á Íslandi. Þarna sjá menn fyrir sér að verði umskipunarhöfn fyrir risaskip. Höfninni er einnig ætlað að þjóna gas- og olíuvinnslu. "Olíuhreinsistöð eða gasstöð. Menn eru bara að skoða alla hluti. Það er svo sem ekkert í hendi en menn eru til í allt," segir Gunnólfur. Sveitarfélögin eru byrjuð að kynna hugmyndina fyrir erlendum fjárfestum og stórveldum, og meira að segja búin að gera bækling á kínversku. "Við fengum kínverska sendiherrann og frú og aðstoðarmann þeirra hingað í heimsókn. Það var bara virkilega gaman," segir sveitarstjórinn. Hann segir ljóst að það þurfi stóra samstarfaðila ef þetta eigi að verða að veruleika. "Það er alveg sama hvaðan gott kemur. Það mega alveg vera Kínverjar, Rússar, Nojarar. Skiptir engu máli." Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Það er undir Gunnólfsvíkurfjalli við innanverðan Bakkaflóa sem sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa skipulagt stórskipahöfnina. Þetta er nánar tiltekið í krikanum undir Langanesi, í Gunnólfsvík og Finnafirði, en þar er bæði mjög aðdjúpt og mikið undirlendi. Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að þessi risahöfn yrði sú langstærsta á Íslandi. Þarna er búið að teikna viðlegukanta upp á 2.500 metra og allt upp í 10 kílómetra. Spurður hvort þetta séu raunhæfar hugmyndir kveðst Gunnólfur telja að svo sé. Íshafssiglingar nálgist og þá þurfi góða höfn á Íslandi. Þarna sjá menn fyrir sér að verði umskipunarhöfn fyrir risaskip. Höfninni er einnig ætlað að þjóna gas- og olíuvinnslu. "Olíuhreinsistöð eða gasstöð. Menn eru bara að skoða alla hluti. Það er svo sem ekkert í hendi en menn eru til í allt," segir Gunnólfur. Sveitarfélögin eru byrjuð að kynna hugmyndina fyrir erlendum fjárfestum og stórveldum, og meira að segja búin að gera bækling á kínversku. "Við fengum kínverska sendiherrann og frú og aðstoðarmann þeirra hingað í heimsókn. Það var bara virkilega gaman," segir sveitarstjórinn. Hann segir ljóst að það þurfi stóra samstarfaðila ef þetta eigi að verða að veruleika. "Það er alveg sama hvaðan gott kemur. Það mega alveg vera Kínverjar, Rússar, Nojarar. Skiptir engu máli."
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira