35 milljarða árleg tekjulind Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. mars 2011 06:00 Í annað sinn á tæpum áratug er ráðist í gagngera endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Fyrri endurskoðun lauk árið 2002 á þann veg að kerfið var framlengt nánast óbreytt. Sú sátt reyndist strax haldlaus enda í engu hróflað við úthlutunarkerfinu sjálfu og ákvæðum framsalsins. Sáttin frá 2002 reyndist svikasátt. Kjósendur voru sviknir. Frá því að handhafar kvótans sigldu í öruggt skjól óbreyttra laga hafa skuldir sjávarútvegsins vaxið hröðum skrefum. Þær fimmfölduðust frá 1997 til 2008 og að meðaltali jukust skuldirnar um 35 milljarða króna á ári. Þær jukust um nærfellt 400 milljarða króna. Andvirði kvóta sem rann út úr fyrirtækjunum í vasa eigendanna er meginástæða skuldasöfnunarinnar. Svo virðist sem þessa fjárhæð sé hægt að taka út úr sjávarútveginum að jafnaði á hverju ári, að minnsta kosti hafa handhafar kvótans gert það. Viðskiptabankarnir telja að sjávarútvegurinn geti borið þessar skuldir og þá er niðurstaðan að rekstur útgerðarfyrirtækja þolir þessa árlegu úttekt. Spurningin er aðeins hver fær ágóðann, 166 eigendur kvótans í aflamarkskerfinu, viðskiptabankarnir eða opinberir aðilar. Þetta er átakalínan við endurskoðun kvótakerfisins rétt eins og áður.Nú eiga menn að læra af mistökunum og varast að gefa kvótahöfunum áfram alla möguleika að taka til sín tugi milljarða króna. Óbreytt kvótakerfi gerir það. Samningar við LÍÚ um langtímaafnot gera það líka. Slíkir samningar til t.d. 20 ára munu líklega viðhalda svipuðu kvótaverði og þar með svipuðu árlegu útstreymi fjár. Það er hlægilegt að taka til ríkisins aðeins 6,44 kr. fyrir heimild til þess að veiða 1 kg af þorski þegar útgerðarmenn leigja leyfið til þriðja aðila fyrir 300 kr. Útvegsmenn þurfa aðeins að veiða helminginn af kvótanum og geta látið aðra veiða fyrir sig hinn helminginn með rífandi gróða. Fiskveiðiárið 2008/9 voru 40% allra útgefinna veiðiheimilda í þorskígildum talin veidd af öðrum en fékk úthlutunina. Hví eiga skattgreiðendur að una stórfelldum skattahækkunum ríkisins þegar tiltölulega fáir handhafar kvótans fá nánast endurgjaldslaust áfram að skattleggja aðra? Það vantar þessa 35 milljarða í þjónustu fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Í annað sinn á tæpum áratug er ráðist í gagngera endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Fyrri endurskoðun lauk árið 2002 á þann veg að kerfið var framlengt nánast óbreytt. Sú sátt reyndist strax haldlaus enda í engu hróflað við úthlutunarkerfinu sjálfu og ákvæðum framsalsins. Sáttin frá 2002 reyndist svikasátt. Kjósendur voru sviknir. Frá því að handhafar kvótans sigldu í öruggt skjól óbreyttra laga hafa skuldir sjávarútvegsins vaxið hröðum skrefum. Þær fimmfölduðust frá 1997 til 2008 og að meðaltali jukust skuldirnar um 35 milljarða króna á ári. Þær jukust um nærfellt 400 milljarða króna. Andvirði kvóta sem rann út úr fyrirtækjunum í vasa eigendanna er meginástæða skuldasöfnunarinnar. Svo virðist sem þessa fjárhæð sé hægt að taka út úr sjávarútveginum að jafnaði á hverju ári, að minnsta kosti hafa handhafar kvótans gert það. Viðskiptabankarnir telja að sjávarútvegurinn geti borið þessar skuldir og þá er niðurstaðan að rekstur útgerðarfyrirtækja þolir þessa árlegu úttekt. Spurningin er aðeins hver fær ágóðann, 166 eigendur kvótans í aflamarkskerfinu, viðskiptabankarnir eða opinberir aðilar. Þetta er átakalínan við endurskoðun kvótakerfisins rétt eins og áður.Nú eiga menn að læra af mistökunum og varast að gefa kvótahöfunum áfram alla möguleika að taka til sín tugi milljarða króna. Óbreytt kvótakerfi gerir það. Samningar við LÍÚ um langtímaafnot gera það líka. Slíkir samningar til t.d. 20 ára munu líklega viðhalda svipuðu kvótaverði og þar með svipuðu árlegu útstreymi fjár. Það er hlægilegt að taka til ríkisins aðeins 6,44 kr. fyrir heimild til þess að veiða 1 kg af þorski þegar útgerðarmenn leigja leyfið til þriðja aðila fyrir 300 kr. Útvegsmenn þurfa aðeins að veiða helminginn af kvótanum og geta látið aðra veiða fyrir sig hinn helminginn með rífandi gróða. Fiskveiðiárið 2008/9 voru 40% allra útgefinna veiðiheimilda í þorskígildum talin veidd af öðrum en fékk úthlutunina. Hví eiga skattgreiðendur að una stórfelldum skattahækkunum ríkisins þegar tiltölulega fáir handhafar kvótans fá nánast endurgjaldslaust áfram að skattleggja aðra? Það vantar þessa 35 milljarða í þjónustu fyrir almenning.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar