Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:15 Wesley Sneijder Mynd/AP Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00