Fótbolti

Liverpool úr leik í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas í leiknum í kvöld.
Lucas í leiknum í kvöld. Mynd/AP
Liverpool datt úr leik í Evrópudeildinni í kvöld eftir að hafa náð aðeins markalausu jafntefli á móti portúgalska liðinu Braga í seinni leik liðannna í sextán liða úrslitum keppninnar á Anfield.

Liverpool náði því ekki að skora í 180 mínútur á móti Braga-liðinu en Portúgalirnir unnu fyrri leikinn 1-0 á marki úr vítaspyrnu og eru eitt af þremur portúgölskum liðum sem komust í átta liða úrslitin.

Andy Carroll lék þarna sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Liverpool og hann komst næst því að skora í seinni hálfleik þegar félagi hans Dirk Kyut varð óvart fyrir þrumuskalla hans sem stendi í bláhornið.

Dynamo Kiev, Benfica, Spartak Moskva, Twente, Porto, PSV Eindhoven og Villarreal komust líka áfram í Evrópudeildinni í kvöld.





Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:Manchester City - Dynamo Kiev    1-0 (1-2 samanlagt)

1-0 Aleksandar Kolarov (39.)

PSG - Benfica    1-1 (2-3)

0-1 Nicolás Gaitán (27.), 1-1 Mathieu Bodmer (35.)

Spartak Moskva - Ajax 3-0 (4-0)

1-0 Dmitri Kombarov (21.), 2-0 Welliton (30.), 3-0 Alex (54.)

Zenit St Pétursborg - Twente 2-0 (2-3)

1-0 Roman Shirokov (16.), 2-0 Aleksandr Kerzhakov (37.)

FC Porto - CSKA Moskva    2-1 (3-1)

1-0 Hulk (1.), 2-0 Freddy Guarin (24.), 2-1 Zoran Tosic (29.)

Liverpool - Braga    0-0 (0-1)

Rangers - PSV Eindhoven    0-1 (0-1)

0-1 Jeremain Lens (13.)

Villarreal - Bayer Leverkusen    2-1 (5-3)

1-0 Santiago Cazorla (33.), 2-0 Giuseppe Rossi (61.), 2-1 Eren Derdiyok (82.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×