Lífið

Umhverfis jörðina: Ferðaþreytan segir til sín í Pakistan

Sighvatur Bjarnason heldur áfram ferð sinni umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju.

Hann er nú kominn yfir til Pakistan og fer meðal annars til borgarinnar Karachi sem hann segir þá brjáluðustu sem hann hefur komið til. Þá tekur við 30 klukkustunda rútuferð í gegnum Pakistan.

Tæpar þrjár vikur eru síðan Sighvatur lagði af stað í ferðalagið. Að meðaltali er hann búinn að ferðast átta tíma á dag síðan, fyrir utan tímann sem tekur að koma sér til og frá rútu-stöðvum og að finna gistingu. Ferðaþreytan er því farin að gera vart við sig en hann heldur þó ótrauður áfram.

Næst er ferðinni heitið yfir til Indlands. Sighvatur frétti að landamæri Nepal og Tíbet séu lokuð þannig að hann þarf að finna lausn á því og verður spennandi að sjá hvað hann gerir.

Við minnum á söfnunarsímann en Sighvatur er að safna áheitum fyrir tvö sumarhús, sem sniðin eru sérstaklega að þörfum langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Söfnunarsímanúmerin eru þrjú:

903-5001 til að gefa 1.000 krónur.

903-5002 til að gefa 2.000 krónur.

903-5005 til að gefa 5.000 krónur.

Einnig er hægt að leggja valfrjálsa upphæð inn á bankareikning Umhyggju nr. 0101-26-311225, kt. 6910861199.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×