Treysta alfarið á skilanefnd Landsbankans 19. mars 2011 18:48 Landsbanki Íslands. Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni fullyrðir að 32 milljarðar króna muni lenda á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna. Byggist þetta m.a á uppfærðu mati skilanefndar Landsbankas á verðmæti eignasafnsins, en nefndin telur að 89 prósent eigna skili sér upp í kröfur vegna Icesave. Ríkið fór ekki í sjálfstætt mat á eignasafni bankans, eins og kom fram á kynningarfundi með Icesave-nefndinni í byrjun þessa mánaðar, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór yfir verkferla og matið sjálft og taldi það traust. Jóhannes Karl Sveinsson segir ekki hafa komið til greina að endurskoða eignasafnið. Ríkið eigi enga aðkomu að þrotabúi bankans. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans um nokkur atriði tengd verðmæti eignasafns bankans. Eftir hamfarirnar í Japan rýrnaði evrópska hlutabréfavísitalan Eurostoxx um 5 prósent þar sem mörg evrópsk fyrirtæki eiga hagsmuni að gæta gagnvart Japan. Hafði þetta áhrif á eignir Landsbankans? Í svari frá þrotabúi bankans segir að gefið sé út nýtt mat á fjárhagsstöðu og áætluðum endurheimtum á þriggja mánaða fresti og skammt sé liðið frá síðasta mati. Í svari frá þrotabúi bankans segir að bankinn hafi ekki gert nýtt verðmat. Þá segir varðandi mat Deloitte að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki aðeins metið verkferla við mat á verðmæti heldur einnig niðurstöður matsins sjálfs. Í lok síðasta árs námu eignir þrotabús Landsbankans jafnvirði 1.175 milljörðum króna. Heimildarmenn sem starfa fyrir þrotabú bankans fullyrða að eignasafnið líti í grófum dráttum svona út: Þriðjungur eigna sé reiðufé, peningar sem hægt sé að borga út. Einn þriðji sé síðan skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út þegar bankarnir voru endurfjármagnaðir og svo loks eru það útlánin en það eru lán til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi, skuldabréf og aðrar eignir og það er þessi liður sem mesta áhættan er bundin við. Icesave Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni fullyrðir að 32 milljarðar króna muni lenda á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna. Byggist þetta m.a á uppfærðu mati skilanefndar Landsbankas á verðmæti eignasafnsins, en nefndin telur að 89 prósent eigna skili sér upp í kröfur vegna Icesave. Ríkið fór ekki í sjálfstætt mat á eignasafni bankans, eins og kom fram á kynningarfundi með Icesave-nefndinni í byrjun þessa mánaðar, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór yfir verkferla og matið sjálft og taldi það traust. Jóhannes Karl Sveinsson segir ekki hafa komið til greina að endurskoða eignasafnið. Ríkið eigi enga aðkomu að þrotabúi bankans. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans um nokkur atriði tengd verðmæti eignasafns bankans. Eftir hamfarirnar í Japan rýrnaði evrópska hlutabréfavísitalan Eurostoxx um 5 prósent þar sem mörg evrópsk fyrirtæki eiga hagsmuni að gæta gagnvart Japan. Hafði þetta áhrif á eignir Landsbankans? Í svari frá þrotabúi bankans segir að gefið sé út nýtt mat á fjárhagsstöðu og áætluðum endurheimtum á þriggja mánaða fresti og skammt sé liðið frá síðasta mati. Í svari frá þrotabúi bankans segir að bankinn hafi ekki gert nýtt verðmat. Þá segir varðandi mat Deloitte að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki aðeins metið verkferla við mat á verðmæti heldur einnig niðurstöður matsins sjálfs. Í lok síðasta árs námu eignir þrotabús Landsbankans jafnvirði 1.175 milljörðum króna. Heimildarmenn sem starfa fyrir þrotabú bankans fullyrða að eignasafnið líti í grófum dráttum svona út: Þriðjungur eigna sé reiðufé, peningar sem hægt sé að borga út. Einn þriðji sé síðan skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út þegar bankarnir voru endurfjármagnaðir og svo loks eru það útlánin en það eru lán til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi, skuldabréf og aðrar eignir og það er þessi liður sem mesta áhættan er bundin við.
Icesave Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira