Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni 2. mars 2011 15:30 Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs. Þetta kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Þar segir að meginniðurstaða hinna nýju útreikninga að áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna samninganna nemi 32 milljörðum kr. í stað 47 milljarða áður. Í fréttatilkynningu skilanefndar kemur fram einnig fram að mat á verðmæti eignasafns búsins hefur hækkað um tæplega 160 milljarða kr. frá 30. apríl 2009 til ársloka 2010, en það samsvarar því að hækkunin hafi numið 23 milljarða kr. á hverjum ársfjórðungi. Breyttar forsendur fyrir útreikningum og nýju mati samninganefndarinnar eru eftirfarandi: Áætlaðar endurheimtur upp í forgangskröfur aukast og nema nú 89% af forgangskröfum. Í krónum talið nema áætlaðar heimtur 1.175 milljarða kr. í stað 1.138 milljarða kr. Hækkunin nemur því 37 milljarða kr. Þar af yrði hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) 51,26% og nemur aukning TIF því um 19 milljarða kr. Fyrstu greiðslur (úthlutanir) úr búi Landsbankans miðast við 1. ágúst 2011 í stað 1. júní sem fyrri útreikningar byggðu á. Lítilsháttar tafir hafa orðið á meðferð héraðsdómsmála er varða stjórnskipulegt gildi neyðarlaga og er því talið varlegt að gera ráð fyrir því að greiðslur tefjist um tvo mánuði frá því sem áður var ætlað. Fyrsta greiðsla áfallinna vaxta TIF til innstæðusjóða Bretlands og Hollands miðast við apríl lok 2011 í stað janúar. Vegna betri vissu um reikningsforsendur lækka áfallnir vextir til ársloka 2010 um 2 milljarða kr. Frá eign TIF dragast 1,5 milljarðar kr. sem fara í greiðslu samkvæmt sérstökum samningi um skiptingu vaxtakröfu í bú Landsbankans, sbr. kafla 3.2.1.4. í greinargerð með frumvarpinu. Samsetning eigna bús Landsbankans hefur breyst þannig að hærra hlutfall þeirra er nú í reiðufé og veðtryggðu skuldabréfi NBI, samtals um 677 milljarða kr. en til samanburðar nam sambærileg fjárhæð 615 milljarða kr. í því uppgjöri sem skilanefndin kynnti í lok þriðja ársfjórðungs 2010. Forsendur áætlana um heimtur eru því traustari en áður og óvissa hefur minnkað. Ákveðið hefur verið að Iceland Foods greiði hluthöfum sínum arð að fjárhæð 100 milljónir punda vegna síðasta árs sem samkvæmt upplýsingum skilanefndar mun að óbreyttu ekki hafa áhrif á verðmæti eigna búsins m.v. matið 31.desember 2010. Til upplýsingar er bætt inn í töflurnar nettó áhrifum þessarar arðgreiðslu á kostnað ríkissjóðs vegna samninganna. Eignir í íslenskum krónum hafa minnkað sem hlutfall af heildareignum og nema nú 8% af heildareignum. Skýrist það að mestu leyti af því að hlutabréf í NBI yfirfærast í skuld NBI við bú Landsbankans í evrum, pundum og dollar. Icesave Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs. Þetta kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Þar segir að meginniðurstaða hinna nýju útreikninga að áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna samninganna nemi 32 milljörðum kr. í stað 47 milljarða áður. Í fréttatilkynningu skilanefndar kemur fram einnig fram að mat á verðmæti eignasafns búsins hefur hækkað um tæplega 160 milljarða kr. frá 30. apríl 2009 til ársloka 2010, en það samsvarar því að hækkunin hafi numið 23 milljarða kr. á hverjum ársfjórðungi. Breyttar forsendur fyrir útreikningum og nýju mati samninganefndarinnar eru eftirfarandi: Áætlaðar endurheimtur upp í forgangskröfur aukast og nema nú 89% af forgangskröfum. Í krónum talið nema áætlaðar heimtur 1.175 milljarða kr. í stað 1.138 milljarða kr. Hækkunin nemur því 37 milljarða kr. Þar af yrði hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) 51,26% og nemur aukning TIF því um 19 milljarða kr. Fyrstu greiðslur (úthlutanir) úr búi Landsbankans miðast við 1. ágúst 2011 í stað 1. júní sem fyrri útreikningar byggðu á. Lítilsháttar tafir hafa orðið á meðferð héraðsdómsmála er varða stjórnskipulegt gildi neyðarlaga og er því talið varlegt að gera ráð fyrir því að greiðslur tefjist um tvo mánuði frá því sem áður var ætlað. Fyrsta greiðsla áfallinna vaxta TIF til innstæðusjóða Bretlands og Hollands miðast við apríl lok 2011 í stað janúar. Vegna betri vissu um reikningsforsendur lækka áfallnir vextir til ársloka 2010 um 2 milljarða kr. Frá eign TIF dragast 1,5 milljarðar kr. sem fara í greiðslu samkvæmt sérstökum samningi um skiptingu vaxtakröfu í bú Landsbankans, sbr. kafla 3.2.1.4. í greinargerð með frumvarpinu. Samsetning eigna bús Landsbankans hefur breyst þannig að hærra hlutfall þeirra er nú í reiðufé og veðtryggðu skuldabréfi NBI, samtals um 677 milljarða kr. en til samanburðar nam sambærileg fjárhæð 615 milljarða kr. í því uppgjöri sem skilanefndin kynnti í lok þriðja ársfjórðungs 2010. Forsendur áætlana um heimtur eru því traustari en áður og óvissa hefur minnkað. Ákveðið hefur verið að Iceland Foods greiði hluthöfum sínum arð að fjárhæð 100 milljónir punda vegna síðasta árs sem samkvæmt upplýsingum skilanefndar mun að óbreyttu ekki hafa áhrif á verðmæti eigna búsins m.v. matið 31.desember 2010. Til upplýsingar er bætt inn í töflurnar nettó áhrifum þessarar arðgreiðslu á kostnað ríkissjóðs vegna samninganna. Eignir í íslenskum krónum hafa minnkað sem hlutfall af heildareignum og nema nú 8% af heildareignum. Skýrist það að mestu leyti af því að hlutabréf í NBI yfirfærast í skuld NBI við bú Landsbankans í evrum, pundum og dollar.
Icesave Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Sjá meira