Exxon Mobil leitar olíu við Færeyjar 3. mars 2011 08:57 Frá Þórshöfn í Færeyjum Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, hefur ákveðið að hefja olíuleit undan ströndum Færeyja. Bandaríski olíurisinn hefur í því skyni samið við Statoil um að kaupa helmingshlut í þremur leitarleyfum, sem norska olíufélagið hefur fengið úthlutað í færeyska landgrunninu. Stjórnvöld í Færeyjum hafa samþykkt að hluti leitarleyfa Statoil flytjist með þessum hætti yfir til Exxon Mobil, en þeim var úthlutað á árunum 2000 og 2005. Færeyska félagið Atlantic Petrolium á eins prósents hlut í einu þessara leyfa. Félögin þrjú hyggjast standa saman að olíuleit við Færeyjar og áforma að bora fyrstu sameiginlegu rannsóknarholuna síðar á þessu ári. Áður hafði Statoil borað tvær holur undan ströndum eyjanna. Í viðtali við norskan vefmiðil kveðst yfirmaður olíuleitar Statoil, Tim Dodson, mjög ánægður að fá svo hæfan og reyndan samstarfsaðila sem Exxon Mobil inn á þetta lítt kannaða svæði. Hann segir að bæði Statoil og Exxon Mobil hafi víðtæka reynslu af olíuleit á erfiðum hafsvæðum. Talsmaður Exxon Mobil, Russ Bellis, segir félagið hlakka til að vinna með Statoil, Atlantic Petrolium og færeyskum stjórnvöldum við að kanna þau tækifæri sem þarna séu í olíuleit. Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, hefur ákveðið að hefja olíuleit undan ströndum Færeyja. Bandaríski olíurisinn hefur í því skyni samið við Statoil um að kaupa helmingshlut í þremur leitarleyfum, sem norska olíufélagið hefur fengið úthlutað í færeyska landgrunninu. Stjórnvöld í Færeyjum hafa samþykkt að hluti leitarleyfa Statoil flytjist með þessum hætti yfir til Exxon Mobil, en þeim var úthlutað á árunum 2000 og 2005. Færeyska félagið Atlantic Petrolium á eins prósents hlut í einu þessara leyfa. Félögin þrjú hyggjast standa saman að olíuleit við Færeyjar og áforma að bora fyrstu sameiginlegu rannsóknarholuna síðar á þessu ári. Áður hafði Statoil borað tvær holur undan ströndum eyjanna. Í viðtali við norskan vefmiðil kveðst yfirmaður olíuleitar Statoil, Tim Dodson, mjög ánægður að fá svo hæfan og reyndan samstarfsaðila sem Exxon Mobil inn á þetta lítt kannaða svæði. Hann segir að bæði Statoil og Exxon Mobil hafi víðtæka reynslu af olíuleit á erfiðum hafsvæðum. Talsmaður Exxon Mobil, Russ Bellis, segir félagið hlakka til að vinna með Statoil, Atlantic Petrolium og færeyskum stjórnvöldum við að kanna þau tækifæri sem þarna séu í olíuleit.
Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira