Virðum grundvallarreglur Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2011 09:30 Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið og hvetur mig til að endurhugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosninguna ógilda en ekki á traustum forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétturinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mistök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lögmæti kosningarinnar. Þessar forsendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstiréttur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við pólitíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrárkreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem forseti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreginn fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera tilraun til að bæta stjórnskipanina - stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugsað málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið og hvetur mig til að endurhugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosninguna ógilda en ekki á traustum forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétturinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mistök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lögmæti kosningarinnar. Þessar forsendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstiréttur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við pólitíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrárkreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem forseti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreginn fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera tilraun til að bæta stjórnskipanina - stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugsað málið.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar