Robin Van Persie og Cesc Fabregas eru báðir í byrjunarliði Arsenal í kvöld er það mætir Barcelona í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Van Persie er greinilega búinn að hrista af sér meiðslin sem hann varð fyrir í úrslitum deildarbikarsins.
Hjá Barcelona er Javier Mascherano mættur í liðið en hann hefur nær eingöngu setið á bekknum síðan hann kom til Barca frá Liverpool.
Liðin:
Barcelona: Victor Valdes, Daniel Alves, Xavi, Villa, Iniesta, Messi, Mascherano, Busquets, Pedro, Adriano, Abidal.
Bekkurinn: Jose Pinto, Bojan, Keita, Milito, Maxwell, Afellay, Thiago Alcantara.
Arsenal: Szczesny, Diaby, Sagna, Fabregas, Koscielny, Rosicky, Nasri, Van Persie, Wilshere, Djourou, Clichy.
Bekkurinn:Almunia, Denilson, Squilaci, Arshavin, Eboue, Chamakh, Bendtner.
Fótbolti