Íhugaði að segja af sér - biður um yfirvegaða umræðu um Icesave 21. febrúar 2011 20:24 Steingrímur J. Sigfússon. „Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara. Icesave Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara.
Icesave Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent