Íhugaði að segja af sér - biður um yfirvegaða umræðu um Icesave 21. febrúar 2011 20:24 Steingrímur J. Sigfússon. „Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara. Icesave Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara.
Icesave Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira