Man. Utd verður án fjölda leikmanna í Meistaradeildinni á morgun en þá sækir United lið Marseille heim í sextán liða úrslitum keppninnar. United verður meðal annars án þeirra Ryan Giggs, Rio Ferdinand og Anderson.
Anderson gæti verið fjarverandi í allt að tvo mánuði en hann meiddist í bikarleiknum gegn Crawley. Hafa menn talsverður áhyggjur af þeim meiðslum.
Chris Smalling verður í miðverðinum með Nemanja Vidic í fjarveru Rio. Jonny Evans var nefnilega einnig eftir heima í Manchester.
Svo eru þeir Michael Owen, Antonio Valencia og Ji-Sung Park einnig fjarri góðu gamni.
Fótbolti