Arshavin afar sáttur með sigurmarkið sitt á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2011 20:15 Andrey Arshavin. Mynd/AFP Rússinn Andrey Arshavin býst alveg eins við því að hans verði minnst fyrir sigurmarkið sem hann skoraði á móti Barcelona í Meistaradeildinni í síðustu viku. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá seinni fer fram eftir tvær vikur. Arshavin hafði þarna komið inn á sem varamaður og afgreiddi boltann síðan í mark Barcelona sjö mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið sendingu frá Samir Nasri. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á Barcelona í sex tilraunum og aðeins þriðji tapleikur Barcelona á þessu tímabili. „Það er stór stund fyrir alla leikmenn að skora á móti Barcelona og kannski sú stærsta á ferlinum. Maður nær ekki oft að skora á móti Barcelona og hvað þá að tryggja sínu liði sigur á móti þeim," sagði Arshavin stoltur í viðtali við heimasíðu Arsenal. „Ég var rólegur og yfirvegaður þegar ég kom inn í leikinn og nýtti síðan færið þegar ég fékk það. Ég tel ekki að ég hafi breytt leiknum þegar ég kom inn á völlinn því ég myndi segja það ef svo væri," sagði Arshavin. „Þetta leit samt ekki vel út þegar ég sat á bekknum því Barcelona var svo mikið með boltann. Við urðum að vera þolinmóðir og það tókst hjá okkur," sagði Arshavin. „Ég var mjög hátt uppi eftir leikinn en eins og alltaf þá er þessi leikur búinn og við þurfum að fara að huga að þeim næsta," sagði Arshavin. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Rússinn Andrey Arshavin býst alveg eins við því að hans verði minnst fyrir sigurmarkið sem hann skoraði á móti Barcelona í Meistaradeildinni í síðustu viku. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá seinni fer fram eftir tvær vikur. Arshavin hafði þarna komið inn á sem varamaður og afgreiddi boltann síðan í mark Barcelona sjö mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið sendingu frá Samir Nasri. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á Barcelona í sex tilraunum og aðeins þriðji tapleikur Barcelona á þessu tímabili. „Það er stór stund fyrir alla leikmenn að skora á móti Barcelona og kannski sú stærsta á ferlinum. Maður nær ekki oft að skora á móti Barcelona og hvað þá að tryggja sínu liði sigur á móti þeim," sagði Arshavin stoltur í viðtali við heimasíðu Arsenal. „Ég var rólegur og yfirvegaður þegar ég kom inn í leikinn og nýtti síðan færið þegar ég fékk það. Ég tel ekki að ég hafi breytt leiknum þegar ég kom inn á völlinn því ég myndi segja það ef svo væri," sagði Arshavin. „Þetta leit samt ekki vel út þegar ég sat á bekknum því Barcelona var svo mikið með boltann. Við urðum að vera þolinmóðir og það tókst hjá okkur," sagði Arshavin. „Ég var mjög hátt uppi eftir leikinn en eins og alltaf þá er þessi leikur búinn og við þurfum að fara að huga að þeim næsta," sagði Arshavin.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti