Staðan í Reykjavík! Stefán Benediktsson skrifar 21. febrúar 2011 05:45 Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun