Staðan í Reykjavík! Stefán Benediktsson skrifar 21. febrúar 2011 05:45 Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast?
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun