Hvert fóru Icesave-peningarnir? Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. febrúar 2011 18:45 Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi bankastjórar Landsbankans. Deloitte í Lundúnum hefur nú rakið slóð peninganna á Icesave-reikningunum fyrir slitastjórn Landsbankans. Slitastjórnin hefur nú ágæta mynd af því hvert þeir fóru en neitar að veita upplýsingar um það til fjölmiðla. Aldrei hefur almennilega verið upplýst um hvert innistæðurnar á Icesave-reikningunum fóru. Hvernig útlánastreymi hjá bankanum var og tengsl þess við innlánasöfnun á Icesave-reikningunum í Bretlandi og Hollandi. Áður en atkvæði voru greidd um Icesave-frumvarpið á miðvikudag lagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar fram tvíþætta breytingartillögu við frumvarpið. Annars vegar um að ríkisstjórnin myndi grípa til nauðsynlegra ráðstafna til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana og hafa frumkvæði við þar til bæra aðila, m.a yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu og óska aðstoðar við að rekja hvert innistæðurnar voru fluttar. Og hins vegar gera ráðstafanir til að þeir sem beri ábyrgð á reikningunum verði látnir bera tjón vegna þeirra.Þegar búið að gera ráðstafanir Fjármálaráðherra sagði við fréttastofu á miðvikudag að þingið hefði þegar hrint slíku í framkvæmd og því hefðu þessar breytingartillögur ekki fengið hljómgrunn á þinginu. „Alþingi var þegar búið efnislega að afgreiða mjög sambærilegar áherslur og setja þær í lög. Það er búið að hrinda því í framkvæmd og það er allt í vinnslu. Það er búið að gefa framkvæmdavaldinu fyrirmæli í lögum um að gera allt sem hægt er til að endurheimta peningana. Við erum að rannsaka og draga þá til ábyrgðar sem ábyrgðina bera. Sérstakur saksóknari hefur byggt upp samstarf við systurstofnanir erlendis eins og Serious Fraud Office í Bretlandi. Skilanefndar og slitastjórnir eru síðan með öflug teymi til að elta þessa peninga og rekja þræðina. Þá er sérstök nefnd á vegum stjórnvalda sem starfar í fjármálaráðuneytinu sem metur möguleika á skaðabótamálum. Þannig að ég tel að það sé verið að sinna öllum þessum þáttum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.Deloitte í Lundúnum búið að fara ofan í saumana á rekstri bankans Slitastjórn Landsbankans fól Deloitte í Lundúnum að rannsaka starfsemi bankans árin fyrir hrun. Í ítarlegri skýrslu Deloitte, en niðurstöður hennar lágu fyrir í lok síðasta árs, er farið ítarlega ofan í saumana á öllum millifærslum. Bæði inn- og útlánum. Páll Benediktsson, talsmaður slitastjórnar bankans, sagði við fréttastofu í dag að bankinn hefði nú ágæta mynd af því með hvaða hætti peningarnir fór af Icesave-reikningunum út úr bankanum og hvert þeir fóru, en hann sagði að bankinn myndi ekki veita nánari upplýsingar um það. Þess má geta að fyrrverandi bankastjórar Landsbankans hafa alltaf sagt að peningar af Icesave-reikningunum í Bretlandi hafi farið í útlán, að mestu til fyrirtækja þar í landi. Hafa ber hins vegar í huga að Icesave-peningarnir, evrur og pund, voru ekki öðruvísi á litinn en aðrir peningar sem fóru í gegnum bankann. Það er því hugsanlega nokkuð umdeilt hvort rétt sé að tala um að Icesave-peningarnir hafi farið í þetta eða hitt, þótt afdrif sparifjár hollenskra og breskra viðskiptavina Landsbankans séu hluti af einu stærsta deilumáli samtímans hér á landi. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Deloitte í Lundúnum hefur nú rakið slóð peninganna á Icesave-reikningunum fyrir slitastjórn Landsbankans. Slitastjórnin hefur nú ágæta mynd af því hvert þeir fóru en neitar að veita upplýsingar um það til fjölmiðla. Aldrei hefur almennilega verið upplýst um hvert innistæðurnar á Icesave-reikningunum fóru. Hvernig útlánastreymi hjá bankanum var og tengsl þess við innlánasöfnun á Icesave-reikningunum í Bretlandi og Hollandi. Áður en atkvæði voru greidd um Icesave-frumvarpið á miðvikudag lagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar fram tvíþætta breytingartillögu við frumvarpið. Annars vegar um að ríkisstjórnin myndi grípa til nauðsynlegra ráðstafna til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana og hafa frumkvæði við þar til bæra aðila, m.a yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu og óska aðstoðar við að rekja hvert innistæðurnar voru fluttar. Og hins vegar gera ráðstafanir til að þeir sem beri ábyrgð á reikningunum verði látnir bera tjón vegna þeirra.Þegar búið að gera ráðstafanir Fjármálaráðherra sagði við fréttastofu á miðvikudag að þingið hefði þegar hrint slíku í framkvæmd og því hefðu þessar breytingartillögur ekki fengið hljómgrunn á þinginu. „Alþingi var þegar búið efnislega að afgreiða mjög sambærilegar áherslur og setja þær í lög. Það er búið að hrinda því í framkvæmd og það er allt í vinnslu. Það er búið að gefa framkvæmdavaldinu fyrirmæli í lögum um að gera allt sem hægt er til að endurheimta peningana. Við erum að rannsaka og draga þá til ábyrgðar sem ábyrgðina bera. Sérstakur saksóknari hefur byggt upp samstarf við systurstofnanir erlendis eins og Serious Fraud Office í Bretlandi. Skilanefndar og slitastjórnir eru síðan með öflug teymi til að elta þessa peninga og rekja þræðina. Þá er sérstök nefnd á vegum stjórnvalda sem starfar í fjármálaráðuneytinu sem metur möguleika á skaðabótamálum. Þannig að ég tel að það sé verið að sinna öllum þessum þáttum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.Deloitte í Lundúnum búið að fara ofan í saumana á rekstri bankans Slitastjórn Landsbankans fól Deloitte í Lundúnum að rannsaka starfsemi bankans árin fyrir hrun. Í ítarlegri skýrslu Deloitte, en niðurstöður hennar lágu fyrir í lok síðasta árs, er farið ítarlega ofan í saumana á öllum millifærslum. Bæði inn- og útlánum. Páll Benediktsson, talsmaður slitastjórnar bankans, sagði við fréttastofu í dag að bankinn hefði nú ágæta mynd af því með hvaða hætti peningarnir fór af Icesave-reikningunum út úr bankanum og hvert þeir fóru, en hann sagði að bankinn myndi ekki veita nánari upplýsingar um það. Þess má geta að fyrrverandi bankastjórar Landsbankans hafa alltaf sagt að peningar af Icesave-reikningunum í Bretlandi hafi farið í útlán, að mestu til fyrirtækja þar í landi. Hafa ber hins vegar í huga að Icesave-peningarnir, evrur og pund, voru ekki öðruvísi á litinn en aðrir peningar sem fóru í gegnum bankann. Það er því hugsanlega nokkuð umdeilt hvort rétt sé að tala um að Icesave-peningarnir hafi farið í þetta eða hitt, þótt afdrif sparifjár hollenskra og breskra viðskiptavina Landsbankans séu hluti af einu stærsta deilumáli samtímans hér á landi. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira