Hvert fóru Icesave-peningarnir? Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. febrúar 2011 18:45 Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi bankastjórar Landsbankans. Deloitte í Lundúnum hefur nú rakið slóð peninganna á Icesave-reikningunum fyrir slitastjórn Landsbankans. Slitastjórnin hefur nú ágæta mynd af því hvert þeir fóru en neitar að veita upplýsingar um það til fjölmiðla. Aldrei hefur almennilega verið upplýst um hvert innistæðurnar á Icesave-reikningunum fóru. Hvernig útlánastreymi hjá bankanum var og tengsl þess við innlánasöfnun á Icesave-reikningunum í Bretlandi og Hollandi. Áður en atkvæði voru greidd um Icesave-frumvarpið á miðvikudag lagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar fram tvíþætta breytingartillögu við frumvarpið. Annars vegar um að ríkisstjórnin myndi grípa til nauðsynlegra ráðstafna til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana og hafa frumkvæði við þar til bæra aðila, m.a yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu og óska aðstoðar við að rekja hvert innistæðurnar voru fluttar. Og hins vegar gera ráðstafanir til að þeir sem beri ábyrgð á reikningunum verði látnir bera tjón vegna þeirra.Þegar búið að gera ráðstafanir Fjármálaráðherra sagði við fréttastofu á miðvikudag að þingið hefði þegar hrint slíku í framkvæmd og því hefðu þessar breytingartillögur ekki fengið hljómgrunn á þinginu. „Alþingi var þegar búið efnislega að afgreiða mjög sambærilegar áherslur og setja þær í lög. Það er búið að hrinda því í framkvæmd og það er allt í vinnslu. Það er búið að gefa framkvæmdavaldinu fyrirmæli í lögum um að gera allt sem hægt er til að endurheimta peningana. Við erum að rannsaka og draga þá til ábyrgðar sem ábyrgðina bera. Sérstakur saksóknari hefur byggt upp samstarf við systurstofnanir erlendis eins og Serious Fraud Office í Bretlandi. Skilanefndar og slitastjórnir eru síðan með öflug teymi til að elta þessa peninga og rekja þræðina. Þá er sérstök nefnd á vegum stjórnvalda sem starfar í fjármálaráðuneytinu sem metur möguleika á skaðabótamálum. Þannig að ég tel að það sé verið að sinna öllum þessum þáttum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.Deloitte í Lundúnum búið að fara ofan í saumana á rekstri bankans Slitastjórn Landsbankans fól Deloitte í Lundúnum að rannsaka starfsemi bankans árin fyrir hrun. Í ítarlegri skýrslu Deloitte, en niðurstöður hennar lágu fyrir í lok síðasta árs, er farið ítarlega ofan í saumana á öllum millifærslum. Bæði inn- og útlánum. Páll Benediktsson, talsmaður slitastjórnar bankans, sagði við fréttastofu í dag að bankinn hefði nú ágæta mynd af því með hvaða hætti peningarnir fór af Icesave-reikningunum út úr bankanum og hvert þeir fóru, en hann sagði að bankinn myndi ekki veita nánari upplýsingar um það. Þess má geta að fyrrverandi bankastjórar Landsbankans hafa alltaf sagt að peningar af Icesave-reikningunum í Bretlandi hafi farið í útlán, að mestu til fyrirtækja þar í landi. Hafa ber hins vegar í huga að Icesave-peningarnir, evrur og pund, voru ekki öðruvísi á litinn en aðrir peningar sem fóru í gegnum bankann. Það er því hugsanlega nokkuð umdeilt hvort rétt sé að tala um að Icesave-peningarnir hafi farið í þetta eða hitt, þótt afdrif sparifjár hollenskra og breskra viðskiptavina Landsbankans séu hluti af einu stærsta deilumáli samtímans hér á landi. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Deloitte í Lundúnum hefur nú rakið slóð peninganna á Icesave-reikningunum fyrir slitastjórn Landsbankans. Slitastjórnin hefur nú ágæta mynd af því hvert þeir fóru en neitar að veita upplýsingar um það til fjölmiðla. Aldrei hefur almennilega verið upplýst um hvert innistæðurnar á Icesave-reikningunum fóru. Hvernig útlánastreymi hjá bankanum var og tengsl þess við innlánasöfnun á Icesave-reikningunum í Bretlandi og Hollandi. Áður en atkvæði voru greidd um Icesave-frumvarpið á miðvikudag lagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar fram tvíþætta breytingartillögu við frumvarpið. Annars vegar um að ríkisstjórnin myndi grípa til nauðsynlegra ráðstafna til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana og hafa frumkvæði við þar til bæra aðila, m.a yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu og óska aðstoðar við að rekja hvert innistæðurnar voru fluttar. Og hins vegar gera ráðstafanir til að þeir sem beri ábyrgð á reikningunum verði látnir bera tjón vegna þeirra.Þegar búið að gera ráðstafanir Fjármálaráðherra sagði við fréttastofu á miðvikudag að þingið hefði þegar hrint slíku í framkvæmd og því hefðu þessar breytingartillögur ekki fengið hljómgrunn á þinginu. „Alþingi var þegar búið efnislega að afgreiða mjög sambærilegar áherslur og setja þær í lög. Það er búið að hrinda því í framkvæmd og það er allt í vinnslu. Það er búið að gefa framkvæmdavaldinu fyrirmæli í lögum um að gera allt sem hægt er til að endurheimta peningana. Við erum að rannsaka og draga þá til ábyrgðar sem ábyrgðina bera. Sérstakur saksóknari hefur byggt upp samstarf við systurstofnanir erlendis eins og Serious Fraud Office í Bretlandi. Skilanefndar og slitastjórnir eru síðan með öflug teymi til að elta þessa peninga og rekja þræðina. Þá er sérstök nefnd á vegum stjórnvalda sem starfar í fjármálaráðuneytinu sem metur möguleika á skaðabótamálum. Þannig að ég tel að það sé verið að sinna öllum þessum þáttum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.Deloitte í Lundúnum búið að fara ofan í saumana á rekstri bankans Slitastjórn Landsbankans fól Deloitte í Lundúnum að rannsaka starfsemi bankans árin fyrir hrun. Í ítarlegri skýrslu Deloitte, en niðurstöður hennar lágu fyrir í lok síðasta árs, er farið ítarlega ofan í saumana á öllum millifærslum. Bæði inn- og útlánum. Páll Benediktsson, talsmaður slitastjórnar bankans, sagði við fréttastofu í dag að bankinn hefði nú ágæta mynd af því með hvaða hætti peningarnir fór af Icesave-reikningunum út úr bankanum og hvert þeir fóru, en hann sagði að bankinn myndi ekki veita nánari upplýsingar um það. Þess má geta að fyrrverandi bankastjórar Landsbankans hafa alltaf sagt að peningar af Icesave-reikningunum í Bretlandi hafi farið í útlán, að mestu til fyrirtækja þar í landi. Hafa ber hins vegar í huga að Icesave-peningarnir, evrur og pund, voru ekki öðruvísi á litinn en aðrir peningar sem fóru í gegnum bankann. Það er því hugsanlega nokkuð umdeilt hvort rétt sé að tala um að Icesave-peningarnir hafi farið í þetta eða hitt, þótt afdrif sparifjár hollenskra og breskra viðskiptavina Landsbankans séu hluti af einu stærsta deilumáli samtímans hér á landi. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira