Birna: Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:30 Birna Valgarðsdóttir. Mynd/Arnþór Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira