Fannar: Eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:00 Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira