Fannar: Eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:00 Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira