Keflavík bikarmeistari í tólfta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 15:28 Mynd/Daníel Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum