Keflavík bikarmeistari í tólfta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 15:28 Mynd/Daníel Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira