Íslenski boltinn

Skagamenn komust tvisvar yfir í Fjarðabyggðarhöllinni en töpuðu samt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Júlíusson
Andri Júlíusson Mynd/www.kfia.is

Skagamenn byrja ekki vel í 1. deildinni undir stjórn Þórðar Þórðarsonar en liðið er stigalaust með Njarðvík á botni deildarinnar eftir 2-3 tap fyrir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Aron Már Smárason skoraði öll mörk heimamanna.

Andri Júlíusson og Andri Adolphsson komu Skagamönnum tvisvar yfir í leiknum en leikmenn Fjarðabyggðar skoruðu tvö mörk á síðustu tólf mínútum leiksins og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Austfirðingar höfðu tapað á móti Víkingum í 1. umferðinni en komust nú upp í fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri. Aron Már Smárason, sem er í láni frá Breiðabliki, skoraði öll mörk liðsins í leiknum.

Það var ekki flogið austur þannig að Skagamenn þurftu að keyra til Reyðafjarðar. Leikurinn átti að fara fram á föstudagskvöldið en var seinkað svo að Akranesliðið gæti komið sér á staðinn á bílum.

ÍA-liðið tapaði 2-4 þegar það heimsótti Fjarðabyggð á svipuðum tíma á síðasta ári en Akranesliðið fékk þá aðeins eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum og komst síðan aldrei inni í baráttuna um sæti í úrvalsdeildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×