Spánn vann Ísland í kvöld 34-32 í leik um sjöunda sætið á Evrópumeistaramóti U20 liða í Slóvakíu.
Íslenska liðið endaði því í áttunda sæti mótsins sem er langt undir væntingunum fyrir mót. Verulega dapur varnarleikur liðsins á mótinu er sérstakt áhyggjuefni.