Handbolti

Björgvin: Beggi var í landsliðsklassa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Hólmgeirsson.
Björgvin Hólmgeirsson.

Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson var kampakátur er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir að Haukar tryggðu sig inn í úrslit Eimskipsbikarsins.

„Við vorum ákveðnir í að sýna aðeins betri leik en síðast á móti HK. Við byrjuðum rosalega vel og eftir það var þetta ekki spurning. Það sást vel í þessum leik að við ætlum að verða bikarmeistarar," sagði brosmildur Björgvin en hann skoraði fimm mörk í leiknum.

„Beggi [Sigurbergur Sveinsson] var virkilega góður í dag og algjörlega í landsliðsklassa," sagði Björgvin en Haukar gáfu aldrei færi á sér í leiknum.

„Við höfum átt það til að slaka aðeins of mikið á en það má bara ekki. Það kom aldrei til greina að gera það í dag. Nú er það bara höllin og það verður stuð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×