Töpuðu miklu á Humac en réðu síðan forstjórann í lykilstöðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna. Skroll-Viðskipti Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira