Töpuðu miklu á Humac en réðu síðan forstjórann í lykilstöðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna. Skroll-Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira