Skilningur að aukast á þörfinni til aðgerða - Fréttaskýring 22. október 2010 06:00 Í stjórnarráðinu Hagmunasamtök heimilanna eiga fulltrúa í sérfræðingaráði því sem nú fer yfir leiðir til að leysa úr vanda heimila í skuldavanda. Myndin er frá fundi samtakanna með ríkisstjórninni í byrjun mánaðarins.Fréttablaðið/GVA Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira