Skilningur að aukast á þörfinni til aðgerða - Fréttaskýring 22. október 2010 06:00 Í stjórnarráðinu Hagmunasamtök heimilanna eiga fulltrúa í sérfræðingaráði því sem nú fer yfir leiðir til að leysa úr vanda heimila í skuldavanda. Myndin er frá fundi samtakanna með ríkisstjórninni í byrjun mánaðarins.Fréttablaðið/GVA Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent