Fótbolti

Liverpool mætir Trabzonspor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool.
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool mætir tyrkneska liðinu Trabzonspor í lokaumferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en dregið var í morgun.

Alls voru 72 lið í pottinum í dag og þar af voru þrjú úr ensku úrvalsdeildinni.

Aston Villa fær tækifæri til að hefna ófaranna gegn Rapíd Vín frá Austurríki en þessi lið mættust í sömu umferð í fyrra og þá vann Rapíd á útivallarmarki. Þá leikur Manchester City við Timisoara frá Rúmeníu.

Ítalska stórliðið Juventus mætir Sturm Graz frá Austurríki og Villarreal frá Spáni leikur við Dnepr Mogilev frá Hvíta-Rússlandi.

Íslendingaliðið AZ Alkmaar drógst gegn Aktobe frá Kasakstan. Odense, lið Rúriks Gíslasonar, leikur gegn Motherwell sem sló út Breiðablik fyrr í keppninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×