Innlent

Ríkislögreglustjóri fundar með ríkisstjórn um náttúruhamfarirnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, mætir á fund ríkisstjórnarinnar í dag. Mynd/ Valli.
Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, mætir á fund ríkisstjórnarinnar í dag. Mynd/ Valli.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar, mæta á fund ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálftíu í morgun. Þar munu þeir kynna stöðu mála vegna náttúruhamfaranna í Eyjafjallajökli.

Staðan hefur lítið breyst frá því í nótt, að sögn Rögnvalds Ólafssonar, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.

Að sögn Rögnvaldar er ennþá næturrýming á um tuttugu bæjum, sem þýðir að fólkið getur ekki gist heima hjá sér. Þá er verið að skoða skemmdir á vegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×