Sakar Goldman Sachs um að hafa komið AIG á hnéin 11. janúar 2010 09:14 Hank Greenberg, fyrrum forstjóri tryggingarisans AIG, hefur sakað Goldman Sachs um að hafa valdið því að AIG rambaði á barmi gjaldþrots eftir að fjármálakreppan skall á. Bandarísk stjórnvöld neyddust til að bjarga AIG með ærnum tilkostnaði undir lok ársins 2008.„Það er ekki erfitt að komast að þessari niðurstöðu," segir Greenberg í samtali við Wall Street Journal. Hann stendur í þeirri meiningu að undirrót vandamála AIG hafi stafað af breytingum á skuldatryggingum sem Goldman Sachs og Deutsche Bank knúðu í gegn. Samkvæmt þeir bar seljenda á skuldatryggingum á undirliggjandi veðum á skuldabréfum að gera upp eftir hendinni í stað þess að bíða greiðslufalls.Greenberg segir að Goldman Sachs hafi síðan markvisst staðið að markaðsmisnotkun eftir að bankinn gerði sér grein fyrir að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum var að hruni kominn. Bankinn hafi sett saman skuldabréf/vafninga sem tengd voru við undirmálslán og markaðssett þau um leið og hann keypti á þau skuldatryggingar frá AIG. Á sama tíma tók bankinn svo skortstöður í þessum bréfum.Þegar markaðurinn hrundi gat Goldman Sachs síðan krafist gríðarlegra upphæðna af AIG í samræmi við hinar nýju reglur og skapaði það gildru fyrir AIG sem félagið gat ekki komist út úr.Lucas van Praag talsmaður Goldman Sachs gerir lítið úr þessum skoðunum Greenberg og segir hann byggja þær fremur á fjölmiðlafréttum en staðreyndum. Þá segir Praag athyglisvert að Greenberg vitni ekki í afgerandi álit eigin endurskoðenda AIG um orsakirnar á bakvið vandamál félagsins.Það kostaði bandarísk stjórnvöld um 182 milljarða dollara að bjarga AIG fyrir rúmu ári síðan. Gjaldþrot AIG var talið hafa alvarlegri afleiðingar en gjaldþrot Lehman Brothers ef af því hefði orðið. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hank Greenberg, fyrrum forstjóri tryggingarisans AIG, hefur sakað Goldman Sachs um að hafa valdið því að AIG rambaði á barmi gjaldþrots eftir að fjármálakreppan skall á. Bandarísk stjórnvöld neyddust til að bjarga AIG með ærnum tilkostnaði undir lok ársins 2008.„Það er ekki erfitt að komast að þessari niðurstöðu," segir Greenberg í samtali við Wall Street Journal. Hann stendur í þeirri meiningu að undirrót vandamála AIG hafi stafað af breytingum á skuldatryggingum sem Goldman Sachs og Deutsche Bank knúðu í gegn. Samkvæmt þeir bar seljenda á skuldatryggingum á undirliggjandi veðum á skuldabréfum að gera upp eftir hendinni í stað þess að bíða greiðslufalls.Greenberg segir að Goldman Sachs hafi síðan markvisst staðið að markaðsmisnotkun eftir að bankinn gerði sér grein fyrir að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum var að hruni kominn. Bankinn hafi sett saman skuldabréf/vafninga sem tengd voru við undirmálslán og markaðssett þau um leið og hann keypti á þau skuldatryggingar frá AIG. Á sama tíma tók bankinn svo skortstöður í þessum bréfum.Þegar markaðurinn hrundi gat Goldman Sachs síðan krafist gríðarlegra upphæðna af AIG í samræmi við hinar nýju reglur og skapaði það gildru fyrir AIG sem félagið gat ekki komist út úr.Lucas van Praag talsmaður Goldman Sachs gerir lítið úr þessum skoðunum Greenberg og segir hann byggja þær fremur á fjölmiðlafréttum en staðreyndum. Þá segir Praag athyglisvert að Greenberg vitni ekki í afgerandi álit eigin endurskoðenda AIG um orsakirnar á bakvið vandamál félagsins.Það kostaði bandarísk stjórnvöld um 182 milljarða dollara að bjarga AIG fyrir rúmu ári síðan. Gjaldþrot AIG var talið hafa alvarlegri afleiðingar en gjaldþrot Lehman Brothers ef af því hefði orðið.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira