Lífið

Dikta bjargar ímynd landsins

gullkálfar Dikta leggur sitt af mörkum og spilar á tónleikum Ispired by Iceland-átaksins.
fréttablaðið/stefán
gullkálfar Dikta leggur sitt af mörkum og spilar á tónleikum Ispired by Iceland-átaksins. fréttablaðið/stefán

„Mér finnst þetta skemmtilegt framtak - og sniðugt að ætla að hamra járnið á meðan það er heitt og nýta neikvæðu kynninguna sem Ísland hefur vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og láta koma eitthvað jákvætt í staðinn," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Dikta.

Haukur og félagar koma fram á tónleikum Inspired by Iceland-átaksins sem fara fram að Hamragörðum undir Eyjafjöllum fimmtudagskvöldið 1. júlí. Tónleikarnir verða þriggja tíma langir og í beinni útsendingu á vefsíðu átaksins. Ásamt Diktu koma fram breska hljómsveitin Spiritualized með íslenskri strengjasveit og kór, Seabear, Amiina, Steindór Andersen, Lay Low, Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút, Páll á Húsafelli og Parabólur ásamt fleirum. Þá verða sýndar mynd- og hljóðupptökur með Damien Rice, Glen Hansard, Gus Gus, Hjaltalín, For a Minor Reflection og Retro Stefson og fleirum.

En er tónlistin rétta leiðin?

„Ég held að það sé alls ekki vitlaus hugmynd," segir Haukur. „Tónlist hefur gengið einna best hingað til og handbolti kannski líka - það veit bara enginn hvað handbolti er. Tónlist er eitthvað sem fólk veit hvað er þannig að ég held að það sé mjög sniðugt." - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×