Vonar að gosmyndin borgi varnargarðinn 17. apríl 2010 06:00 Ljósmynd Ólafs Þessi magnaða mynd Ólafs af bólstrunum úr Eyjafjallajökli hefur ratað í mörg helstu dagblöð, netmiðla og sjónvarpsstöðvar heims. MYnd/Ólafur Eggertsson Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira