Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu 15. apríl 2010 06:00 MYND/Vilhelm Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira