Hagkaup framvegis í eintölu 1. desember 2010 03:00 Liðin tíð Ekki er von á fleiri Hagkaupabókum. Hér eftir verða þær allar Hagkaupsbækur í eintölu eins og allt annað sem tengist nafni fyrirtækisins. Eftir talsvert hringl í gegnum fimmtíu ára sögu Hagkaups var skarið tekið af í fyrra um rétta notkun á nafni fyrirtækisins. „Við erum í eintölu," segir Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri. Eftir að ýmsar matreiðslubækur hafa ýmist verið nefndar Kökubók Hagkaups eða Hagkaupa eftir stefnu stjórnenda hverju sinni leitaði fyrirtækið til Íslenskrar málnefndar eftir leiðbeiningum. „Í fyrra talaði ég við mikinn speking þar, mér fróðari, sem sagði að í raun væri hvort tveggja alveg rétt. En hann útskýrði þó að í raun væru þetta ein kaup," segir Gunnar um aðdraganda þess að ákveðið var fyrir um ári að nafnið yrði framvegis í eintölu. Vitnaði ráðgjafi hjá málnefndinni meðal annars til orðabókar Johans Fritzner frá nítjándu öld um forníslensku og fornnorsku. Nú hefur allt kynningarefni og annað sem ber nafn Hagkaups verið samræmt. „Okkur fannst dálítið kjánalegt að segja Hagkaupapokum. Það eina sem er kannski ljótt í eintölunni er þágufallið - frá Hagkaupi - en það venst. Og þannig verður það, að minnsta kosti á meðan þeir eru sáttir við okkur hjá málnefndinni," segir framkvæmdastjórinn.- gar Fréttir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Eftir talsvert hringl í gegnum fimmtíu ára sögu Hagkaups var skarið tekið af í fyrra um rétta notkun á nafni fyrirtækisins. „Við erum í eintölu," segir Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri. Eftir að ýmsar matreiðslubækur hafa ýmist verið nefndar Kökubók Hagkaups eða Hagkaupa eftir stefnu stjórnenda hverju sinni leitaði fyrirtækið til Íslenskrar málnefndar eftir leiðbeiningum. „Í fyrra talaði ég við mikinn speking þar, mér fróðari, sem sagði að í raun væri hvort tveggja alveg rétt. En hann útskýrði þó að í raun væru þetta ein kaup," segir Gunnar um aðdraganda þess að ákveðið var fyrir um ári að nafnið yrði framvegis í eintölu. Vitnaði ráðgjafi hjá málnefndinni meðal annars til orðabókar Johans Fritzner frá nítjándu öld um forníslensku og fornnorsku. Nú hefur allt kynningarefni og annað sem ber nafn Hagkaups verið samræmt. „Okkur fannst dálítið kjánalegt að segja Hagkaupapokum. Það eina sem er kannski ljótt í eintölunni er þágufallið - frá Hagkaupi - en það venst. Og þannig verður það, að minnsta kosti á meðan þeir eru sáttir við okkur hjá málnefndinni," segir framkvæmdastjórinn.- gar
Fréttir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira