Innlent

Ógnar öryggi fjölskyldna

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Fagráð ljósmæðra á Landspítala ályktar að yfirvofandi niðurskurður í heilbrigðisþjónustunni muni ógna öryggi barnshafandi kvenna og fjölskyldna þeirra. Kom það fram á fundi fagráðsins í síðustu viku.

„Fagráð ljósmæðra á Landspítala lýsir áhyggjum sínum yfir þróun mála í barneignarþjónustu og kallar eftir heildstæðri stefnumótun frá heilbrigðisyfirvöldum áður en ráðist er í breytingar sem ekki skila raunverulegum sparnaði," segir í tilkynningu.- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×