Borgari elti bílþjóf og hélt honum föngnum 22. maí 2010 05:30 Bílþjófur í höndum Lögreglunnar Eftir tveggja vikna bíltúr á stolnum bíl var þjófurinn króaður af og lögreglan kom á vettvang og hafði piltinn á brott með sér á öruggan stað að vera á. „Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira