Það þykir yfirleitt ekki stórmál þegar samherjar í íþróttaliðum eiga í innbyrðis deilum en slíkt er greinilega litið öðruvísi augum í krittketíþróttinni.
Tvær helstu stjörnur pakistanska landsliðsins, þeir Mohammad Yousuf og Younus Khan hafa verið settir í lífstíðarbann frá landsliðinu fyrir að brjóta niður liðsandann með deilum sínum.
Þeir voru einnig sektaðir um tæpar fimm milljónir króna. Tveir aðrir leikmenn liðsins voru sektaðir og settir í sex mánaða skilorðsbundið leikbann.
Sport