Endurvinnur ullarpeysur 17. desember 2010 06:00 Sigríður Ásta Árnadóttir gerir stórskemmtilegar og litríkar flíkur úr gömlum ullapeysum. Fréttablaðið/Anton Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafnið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarnan í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún segist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspeglast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekkert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætlaði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. - sm Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafnið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarnan í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún segist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspeglast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekkert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætlaði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. - sm
Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira