Viðskipti innlent

Gefa grænt ljós á tíu milljarða

fundur undirbúinn Kröfuhafar mættu til fundar slitastjórnar Kaupþings í gær. Þetta var þriðji kröfuhafafundur gömlu bankanna á jafn mörgum dögum. Fréttablaðið/GVA
fundur undirbúinn Kröfuhafar mættu til fundar slitastjórnar Kaupþings í gær. Þetta var þriðji kröfuhafafundur gömlu bankanna á jafn mörgum dögum. Fréttablaðið/GVA

Skilanefnd og slitastjórn Kaupþings hefur tekið afstöðu til allra krafna í bú bankans.

Í kringum 28 þúsund kröfum var lýst í bú Kaupþings. Þar af námu forgangskröfur tæpum 2.100 milljörðum króna. Þær eru nú um 550 milljarðar króna. Þar af voru aðeins tíu milljarðar króna samþykktar sem forgangskröfur.

Afganginum, kröfum upp á 540 milljarða, var hafnað. Hluti krafna færist til almennra krafna.

Ólafur Garðarsson, lögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings, segir þá kröfuhafa sem ósáttir séu með niðurstöðuna geta mótmælt, leitað sátta, jafnvel leitað til dómsstóla. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×