Jose Mourinho, þjálfari Inter, segir að hann hafi ekki rætt við nein félög um framtíðarstarf en mikið hefur verið skrifað og slúðrað um framtíð hans í boltanum. Mourinho gaf í dag út yfirlýsingu á heimasíðu Inter.
„Ég hef ekki talað við neitt félag og eins og allir stuðningsmenn Inter, þá er aðeins að hugsa um leikina við Siena og Bayern Munchen," sagði í yfirlýsingu Jose Mourinho.
Inter er þegar orðið bikarmeistari og getur bætt við tveimur titlum í þessum tveimur síðustu leikjum tímabilsins.
Inter verður ítalskur meistari með sigri á Siena á sunnudaginn og spilar síðan til úrslita í Meistaradeildinni á móti Bayern laugardaginn á eftuir.
