Innlent

Niðurstaða um mánaðamót

Nefnd sem fjallar um lögmæti kaupa sænsks dóttur­félags kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku hefur fengið frest til að skila niðurstöðum til mánaðamóta.

Upphaflega var nefndinni, sem skipuð var af forsætisráðherra 3. ágúst síðastliðinn ætlað að skila niðurstöðum um miðjan ágúst. Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að nefndin hafi ekki náð að standa við þau tímamörk og því fengið frest. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×