Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð 17. nóvember 2010 06:00 Heimildarmaður Fréttablaðsins segir viðskipti gjaldeyrissjóðsins GLP FX langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim sem eru til rannsóknar.Fréttablaðið/heiða Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis, GLP FX, keypti rétt eftir bankahrun verðlaust skuldabréf af Saga Capital fjárfestingarbanka á meira en milljarð króna. Fjárfestar sem áttu fé í sjóðnum töpuðu jafnvirði kaupanna enda voru engin verðmæti á bak við þau. Talið er að skjöl vegna samningsins hafi verið fölsuð. Þetta er meðal þess sem varð tilefni húsleita Sérstaks saksóknara í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu Sérstaks saksóknara frá því í gær sem ekki hefur verið fjallað um opinberlega fyrr. Öll hin hafa verið nefnd í stefnum og málsskjölum slitastjórnar Glitnis á hendur Glitnismönnum hér heima og í New York. Skuldabréfið var til komið vegna láns frá Saga Capital til Stíms hf. fyrir kaupum á hlut í Glitni. Samkvæmt samningi sem liggur fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður 18. ágúst 2008, en var framvirkur til 19. nóvember 2008. Engin gögn hafa hins vegar fundist um gerð samningsins í ágúst 2008 og því töldu rannsakendur að hann hefði verið falsaður; í raun hefði hann ekki verið gerður fyrr en í nóvember, ríflega mánuði eftir að Glitnir féll og skuldabréfið varð verðlaust. Sérstökum saksóknara var tilkynnt um þessar grunsemdir. Hann hefur hins vegar ekki rannsakað málið, enda sýna tölvupóstsamskipti Fjármálaeftirlitsins við Saga Capital að grunsemdirnar séu ekki á rökum reistar. Fleira kemur til. Jafnvel þótt samningurinn reynist ósvikinn telja menn að aldrei hefði átt að kaupa skuldabréfið á fullu verði með vöxtum eins og gert var, enda hafði virði hlutabréfa í Glitni hríðfallið frá því að Saga Capital veitti Stím lánið síðsumars 2007 og fram til 18. ágúst 2008 og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Á þessum tíma hafði virði bréfanna í Glitni meira að segja verið fært nálægt núlli í bókum Stíms. Þar fyrir utan var sjóðurinn gjaldeyrissjóður og mátti reglum samkvæmt ekki fjárfesta í skuldabréfum. Það eitt er talið varða við lagaákvæði um umboðssvik. Heimildarmaður Fréttablaðsins, sem þekkir vel til málsins, segir að þetta sé langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim fimm atriðum sem til rannsóknar eru varðandi Glitni.Ekki liggur fyrir hvers vegna Glitnismenn kusu að greiða með þessum hætti skuld Stíms við Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, þvertekur hins vegar fyrir það að rannsóknin beinist að sér eða fyrirtæki sínu.„Ég náttúrlega get ekki svarað fyrir gjaldeyrissjóðinn GLP FX en við seldum skuldabréf fyrir milligöngu Glitnis og það er í tengslum við það sem við erum að hjálpa til."Spurður hvernig standi á því að Glitnir hafi keypt svo gott sem verðlaust skuldabréf fullu verði svarar Þorvaldur Lúðvík: „Lá það fyrir á þeim tíma? Þeir leggja auðvitað sitt mat á það." Stím málið Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis, GLP FX, keypti rétt eftir bankahrun verðlaust skuldabréf af Saga Capital fjárfestingarbanka á meira en milljarð króna. Fjárfestar sem áttu fé í sjóðnum töpuðu jafnvirði kaupanna enda voru engin verðmæti á bak við þau. Talið er að skjöl vegna samningsins hafi verið fölsuð. Þetta er meðal þess sem varð tilefni húsleita Sérstaks saksóknara í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu Sérstaks saksóknara frá því í gær sem ekki hefur verið fjallað um opinberlega fyrr. Öll hin hafa verið nefnd í stefnum og málsskjölum slitastjórnar Glitnis á hendur Glitnismönnum hér heima og í New York. Skuldabréfið var til komið vegna láns frá Saga Capital til Stíms hf. fyrir kaupum á hlut í Glitni. Samkvæmt samningi sem liggur fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður 18. ágúst 2008, en var framvirkur til 19. nóvember 2008. Engin gögn hafa hins vegar fundist um gerð samningsins í ágúst 2008 og því töldu rannsakendur að hann hefði verið falsaður; í raun hefði hann ekki verið gerður fyrr en í nóvember, ríflega mánuði eftir að Glitnir féll og skuldabréfið varð verðlaust. Sérstökum saksóknara var tilkynnt um þessar grunsemdir. Hann hefur hins vegar ekki rannsakað málið, enda sýna tölvupóstsamskipti Fjármálaeftirlitsins við Saga Capital að grunsemdirnar séu ekki á rökum reistar. Fleira kemur til. Jafnvel þótt samningurinn reynist ósvikinn telja menn að aldrei hefði átt að kaupa skuldabréfið á fullu verði með vöxtum eins og gert var, enda hafði virði hlutabréfa í Glitni hríðfallið frá því að Saga Capital veitti Stím lánið síðsumars 2007 og fram til 18. ágúst 2008 og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Á þessum tíma hafði virði bréfanna í Glitni meira að segja verið fært nálægt núlli í bókum Stíms. Þar fyrir utan var sjóðurinn gjaldeyrissjóður og mátti reglum samkvæmt ekki fjárfesta í skuldabréfum. Það eitt er talið varða við lagaákvæði um umboðssvik. Heimildarmaður Fréttablaðsins, sem þekkir vel til málsins, segir að þetta sé langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim fimm atriðum sem til rannsóknar eru varðandi Glitni.Ekki liggur fyrir hvers vegna Glitnismenn kusu að greiða með þessum hætti skuld Stíms við Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, þvertekur hins vegar fyrir það að rannsóknin beinist að sér eða fyrirtæki sínu.„Ég náttúrlega get ekki svarað fyrir gjaldeyrissjóðinn GLP FX en við seldum skuldabréf fyrir milligöngu Glitnis og það er í tengslum við það sem við erum að hjálpa til."Spurður hvernig standi á því að Glitnir hafi keypt svo gott sem verðlaust skuldabréf fullu verði svarar Þorvaldur Lúðvík: „Lá það fyrir á þeim tíma? Þeir leggja auðvitað sitt mat á það."
Stím málið Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira