Viðskipti innlent

Töluverð umfjöllun erlendis um skýrslu rannsóknarnefndar

Meðal fyrirsagna í Börsen má nefna "Ríkisstjórnin braut lög fyrir bankahrun"
Meðal fyrirsagna í Börsen má nefna "Ríkisstjórnin braut lög fyrir bankahrun"
Töluverð umfjöllun hefur verið í erlendum fjölmiðlum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Mest hefur hún verið á Norðurlöndunum og í Bretlandi.

Viðskiptablaðið Börsen er með einn ítarlegustu umfjöllunina af norrænu fjölmiðlunum en þess ber að geta að fréttaþjónusta börsen er mikið notuð af öðrum fjölmiðlum í Danmörku og víðar. Meðal fyrirsagna í Börsen má nefna "Ríkisstjórnin braut lög fyrir bankahrun" og "Áfellisdómur yfir stjórnvöldum". Í síðustu frétt sem norska blaðið Verdens Gang setti á vefsíðu sína er fyrirsögnin "Toppar Íslands eiga hættu á landsdómi".

Flestir breskir fjölmiðlar eru með svipaðar fyrirsagnar á sínum fréttum af skýrslunni, það er að þeir Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra og Davíð Oddsson fyrrum seðlabankastjóri beri mesta ábyrgð á íslenska hruninu. Dæmi um fjölmiðla sem eru á þessari línu í Bretlandi eru Reuters, BBC, Finnacial Times og Guardian. Í fyrirsögnin Financial Times segir Leiðtogar Íslands sakaðir um vanrækslu.

Breska blaðið the Daily Mail tekur annan pól í hæðina en þar er greint frá því að í skýrslunni komi fram að Seðlabanki Bretlands hafi í langan tíma vitaðð veikleikamerkjum íslensku bankanna án þess að gera breskum sparifjáreigendum viðvart.

Þeim hafi verið leyft að leggja tugi milljóna punda inn á reikninga á borð við Icesave þrátt fyrir þessar miklu áhyggjur. Auk þessa kemur fram í skýrslunni að breska fjármálaeftirlitið hafi þegar um vorið 2008 verið farið að efast um heilsu íslensku bankanna.

Blaðið segir að skýrslan komi til með að reita breskan almenning til reiði á ný vegna sleifarlags breskra stjórnvalda í aðdraganda fjármálakreppunar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×