Erlent

Dráttarbátar til bjargar skipinu

Matarskammtar berast Farþegarnir hafa þurft að láta sér nægja naumt skammtað neyðarfæði.fréttablaðið/AP
Matarskammtar berast Farþegarnir hafa þurft að láta sér nægja naumt skammtað neyðarfæði.fréttablaðið/AP

Meira en þrjú þúsund farþegar og hátt í 1.500 manna áhöfn á skemmtiferðaskipinu Carnival Splendor fengu loks aðstoð í gær þegar fyrstu dráttarbátarnir frá Mexíkó komu til að toga skipið til hafnar.

Skipið hefur rekið stjórnlaust út af vesturströnd Mexíkó síðan eldur braust út í vélarrúmi skipsins á mánudaginn.

Þessa daga sem síðan eru liðnir hafa farþegarnir hreint ekki fengið þann lúxus sem greitt var fyrir. Loftkælikerfi hafa ekki virkað, netsamband hefur legið niðri og farsímar virka ekki. Ekkert heitt vatn hefur heldur fengist og eini maturinn í boði eru matarskammtar sem borist hafa með þyrlum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×