Reikningurinn falinn í gjaldþrota bönkum 9. nóvember 2010 06:00 Biðröð eftir nauðsynjum Þótt erlendir lánardrottnar taki á sig fjárhagslegt tjón hrunsins verða Íslendingar að glíma við afleiðingar þess fyrir raunhagkerfið, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í Vísbendingu. Fréttablaðið/GVA Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira