Ólafur þegar farinn að láta til sín taka - breytingar á Evrópukeppni karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2010 11:00 Ólafur Rafnsson, nýr formaður FIBA Europe. Mynd/Heimasíða FIBA Europe Ólafur Rafnsson, nýr formaður FIBA Europe, stjórnaði sínum fyrsta stjórnarfundi um helgina og þar voru samþykktar breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliða karla í Evrópukeppninni. Íslendingar eignuðust líka tvo nýja fulltrúa í nefndum FIBA Europe, Hannes S.Jónsson formaður KKÍ var skipaður í fjárhagsnefnd FIBA Europe og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ er í unglinganefnd FIBA Europe. Á heimasíðu KKÍ er farið yfir niðurstöðu þessa fyrsta stjórnarfundar og það má segja að Ólafur Rafnsson hafi látið til sín taka strax á fyrsta fundi en þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er eitt af þeim málefnum sem fulltrúar Íslands hafa unnið að á vettvangi FIBA Europe undanfarin ár. „Stjórnin ákvað á fundinum að gera breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliðs karla en mikil umræða hefur verið um þetta keppnisfyrirkomulag undanfarin ár. Ákveðið var að fjölga liðum sem taka þátt í úrslitum EM úr 16 þjóðum í 24 og samhliða því að leggja niður A og B deildirnar. Undankeppnin fyrir úrslit EM verður því með svipuðu sniði og t.d. hjá knattspyrnunni þar sem styrkleikaröðuð riðlakeppni er spiluð. Þannig er að mörgu leyti flóknu kerfi sem keppt hefur eftir undanfarin ár lagt niður," segir í frétt á heimasíðu KKÍ. Á heimasíðu KKÍ er líka nánar farið yfir hvernig þessar breytingar munu ganga í gegn: „Fyrsta úrslitakeppni EM þar sem verða 24 þjóðir fer fram árið 2013 en næsta úrslitakeppni EM fer fram árið 2011 í Litháen og því í síðasta sinn þá sem einugis verða 16 þjóðir. Nýja keppnisfyrirkomulagið verður því tekið í notkun árið 2012 þegar fyrstu leikirnir verða spilaðir í riðlakeppninni. Mótanefnd FIBA Europe er falið að koma með hugmyndir á næstu mánuðum að frekari útfærslu, t.d. hvort keppnin fari fram í 3-4 "gluggum" yfir árið eða hvort allir leikir verði spilaðir í ágúst mánuði eins og verið hefur hjá A-landsliðunum, hversu margir riðlar verða og hversu mörg sæti í hverjum riðili gefi þáttökurétt í úrslitum EM." Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Ólafur Rafnsson, nýr formaður FIBA Europe, stjórnaði sínum fyrsta stjórnarfundi um helgina og þar voru samþykktar breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliða karla í Evrópukeppninni. Íslendingar eignuðust líka tvo nýja fulltrúa í nefndum FIBA Europe, Hannes S.Jónsson formaður KKÍ var skipaður í fjárhagsnefnd FIBA Europe og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ er í unglinganefnd FIBA Europe. Á heimasíðu KKÍ er farið yfir niðurstöðu þessa fyrsta stjórnarfundar og það má segja að Ólafur Rafnsson hafi látið til sín taka strax á fyrsta fundi en þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er eitt af þeim málefnum sem fulltrúar Íslands hafa unnið að á vettvangi FIBA Europe undanfarin ár. „Stjórnin ákvað á fundinum að gera breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliðs karla en mikil umræða hefur verið um þetta keppnisfyrirkomulag undanfarin ár. Ákveðið var að fjölga liðum sem taka þátt í úrslitum EM úr 16 þjóðum í 24 og samhliða því að leggja niður A og B deildirnar. Undankeppnin fyrir úrslit EM verður því með svipuðu sniði og t.d. hjá knattspyrnunni þar sem styrkleikaröðuð riðlakeppni er spiluð. Þannig er að mörgu leyti flóknu kerfi sem keppt hefur eftir undanfarin ár lagt niður," segir í frétt á heimasíðu KKÍ. Á heimasíðu KKÍ er líka nánar farið yfir hvernig þessar breytingar munu ganga í gegn: „Fyrsta úrslitakeppni EM þar sem verða 24 þjóðir fer fram árið 2013 en næsta úrslitakeppni EM fer fram árið 2011 í Litháen og því í síðasta sinn þá sem einugis verða 16 þjóðir. Nýja keppnisfyrirkomulagið verður því tekið í notkun árið 2012 þegar fyrstu leikirnir verða spilaðir í riðlakeppninni. Mótanefnd FIBA Europe er falið að koma með hugmyndir á næstu mánuðum að frekari útfærslu, t.d. hvort keppnin fari fram í 3-4 "gluggum" yfir árið eða hvort allir leikir verði spilaðir í ágúst mánuði eins og verið hefur hjá A-landsliðunum, hversu margir riðlar verða og hversu mörg sæti í hverjum riðili gefi þáttökurétt í úrslitum EM."
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira