Íslenski boltinn

Jóhannes Karl: Frábært að klára dæmið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Valli
„Ég er mjög ánægður að hafa klárað þetta verðuga verkefni þó það hafi nú tekið sinn tíma þá hafðist það," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson eftir dýrmætan sigur Blika gegn KR-ingum í Frostaskjólinu í kvöld. Blikar voru með undirtökin nánast allan leikinn og áttu sannarlega skilið að ná inn marki.

„KR-ingar byrjuðu mjög grimmir og fóru sækja aðeins á okkur, en eftir fyrstu 20 mínúturnar ráðum við lögum og lofum á vellinu. Það var erfitt að sækja á KR-inga og þær stóðust pressuna vel en við höfum verið að brjóta niður liðin í sumar og gefumst aldrei upp. Stelpurnar eiga hrós skilið fyrir að klára dæmið."

Breiðablik hafði fengið mark á sig öllum leikjunum þremur hingað til að því var það mikill léttir fyrir Jóhannes að hafa haldið markinu hreinu. „Við skiluðum varnarvinnunni mjög vel. Maura var að spila sinn fyrsta leik í miðverðinum og átti frábæran leik og báðir bakverðirnir hjá okkur voru að leika sinn besta leik í sumar"

Blikar eru eftir leiki kvöldsins í öðru sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig og Jóhannes var að vonum ánægður með það.

„Við erum virkilega ánægð með þetta, en við leggjum mótið upp þannig að taka þrjú stig í hverjum leik og við verðum bara að halda haus og halda áfram á þessari braut", sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson ánægður eftir leikinn í Vesturbænum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×