Missti öndvegisfolald úr hóstapest 28. september 2010 04:00 Folaldið grafið Ægir Sigurðsson aðstoðaði Sigurð Grímsson við að grafa folaldið. Hryssan Brá, móðir folaldsins, stóð hjá þeim og horfði á.Fréttablaðið/GVA „Ég missti þarna mjög fallegt folald, sem hugsað var sem reiðhestsefni,“ segir Sigurður Grímsson í Fossmúla, sem varð fyrir þeim skaða að missa vel ættað folald úr hestahóstanum á laugardaginn. Sigurður segir öruggt að folaldið hafi drepist úr veikinni sem herjað hefur á hestastofninn frá því snemma í vor. Folaldið var grafið strax í samráði við dýralækni sem ekki taldi stætt á því að geyma það yfir helgina til að geta sent það í krufningu á Keldum. „Móðir folaldsins var með hósta þegar hún kom úr stóðhestagirðingu,“ segir Sigurður. „Ég hafði hins vegar ekki heyrt folaldið hósta. Svo tók ég eftir því að það var einhver deyfð komin yfir það. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að það var með öran andardrátt og kviðdrátt, sem kallað er, en þá herpist kviðurinn saman. Einnig sá ég að það var komið með grænt hor og svo þornað slím í kringum nasirnar.“ Sigurður kvaðst hafa haft samband við dýralækni síðastliðið miðvikudagskvöld. Hann hefði tjáð sér að veikin væri að hellast í folöld um þessar mundir og því skyldi hann fylgjast vel með litla folanum. Það dugði ekki til og telur Sigurður folaldið hafa drepist úr lungnabólgu. Eitt dæmi er þekkt um að hestaveikin hafi greinst í manni. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir við Fréttablaðið að kona hafi greinst með sama bakteríustofn og veldur veikinni.- jss Fréttir Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Ég missti þarna mjög fallegt folald, sem hugsað var sem reiðhestsefni,“ segir Sigurður Grímsson í Fossmúla, sem varð fyrir þeim skaða að missa vel ættað folald úr hestahóstanum á laugardaginn. Sigurður segir öruggt að folaldið hafi drepist úr veikinni sem herjað hefur á hestastofninn frá því snemma í vor. Folaldið var grafið strax í samráði við dýralækni sem ekki taldi stætt á því að geyma það yfir helgina til að geta sent það í krufningu á Keldum. „Móðir folaldsins var með hósta þegar hún kom úr stóðhestagirðingu,“ segir Sigurður. „Ég hafði hins vegar ekki heyrt folaldið hósta. Svo tók ég eftir því að það var einhver deyfð komin yfir það. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að það var með öran andardrátt og kviðdrátt, sem kallað er, en þá herpist kviðurinn saman. Einnig sá ég að það var komið með grænt hor og svo þornað slím í kringum nasirnar.“ Sigurður kvaðst hafa haft samband við dýralækni síðastliðið miðvikudagskvöld. Hann hefði tjáð sér að veikin væri að hellast í folöld um þessar mundir og því skyldi hann fylgjast vel með litla folanum. Það dugði ekki til og telur Sigurður folaldið hafa drepist úr lungnabólgu. Eitt dæmi er þekkt um að hestaveikin hafi greinst í manni. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir við Fréttablaðið að kona hafi greinst með sama bakteríustofn og veldur veikinni.- jss
Fréttir Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira