Innlent

Tekjur ríkisins meiri en búist var við

Arnarhvoll Fjármálaráðuneytið birti greiðsluuppgjör ríkissjóðs í gær.
Fréttablaðið/vilhelm
Arnarhvoll Fjármálaráðuneytið birti greiðsluuppgjör ríkissjóðs í gær. Fréttablaðið/vilhelm

Handbært fé frá rekstri ríkisins var neikvætt um 36,5 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins. Tekjur voru 27,7 milljörðum meiri en á sama tímabili í fyrra og voru 16,4 milljörðum meiri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Gjöld voru 3,1 milljarði meiri en í fyrra.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á tímabilinu námu 232,5 milljörðum króna sem var 16,4 milljörðum meira en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Það skýrist af bókfærðum tekjum vegna sölu sendiherrabústaðar í London og samkomulags um ráðstöfun eigna Avens B.V. í Lúxemborg. Áætlun fjárlaga gerði ekki ráð fyrir þessum ráðstöfunum. Hagnaður ríkissjóðs af samningnum vegna Avens var áætlaður 17,5 milljarðar króna og söluhagnaður sendiherrabústaðarins var 1,7 milljarðar króna.

Skatttekjur og tryggingagjöld námu 195,8 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Um er að ræða 9,9 prósenta hækkun að nafnvirði frá árinu á undan en upphæðin er 1,4 prósentum undir tekjuáætlun fjárlaga. Tekjur af ýmsum sköttum voru minni en búist var við, svo sem af áfengisgjaldi og tóbaksgjald.

Greidd gjöld ríkissjóðs námu 261,6 milljörðum króna og jukust um 3,1 milljarð frá fyrra ári.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×