Eftir því sem askan úr Eyjafjallajökli færist yfir Evrópu aukast áhrifin á flugumferð. Flugmálayfirvöld í Danmörku miða nú við að loka Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn klukkan sex að íslenskum tíma. Ennfremur verður sett bann við flug í danskri lofthelgi. Nú þegar hefur verið mikl röskun á flugvellinum og hefur þurft að seinka og aflýsa fjölda ferða.
Erlent